Fréttir og tilkynningar: janúar 2018
Fyrirsagnalisti
Lækkun kosningaraldurs

Hugmyndir um lækkun kosningaaldurs niður í 16 ár hafa verið til umfjöllunar í norrænum grannríkjum, en ekki leitt til almennra breytinga samkvæmt upplýsingum sem Samband íslenskra sveitarfélaga hefur aflað frá öðrum norrænu sveitarfélagasamböndunum. Í samantekt Önnu Guðrúnar Björnsdóttur, sviðsstjóra þróunar- og alþjóðasviðs, kemur m.a. fram að málið hafi náð lengst í Noregi, þar sem kosningaaldur var í tilraunaskyni lækkaður í 16 ár í sveitarstjórnarkosningum 2011 og 2015.
Nánar...Lækkun kosningaaldurs í 16 ár
Lagt er til að kosningaaldur til sveitarstjórna lækki úr 18 í 16 ár í frumvarpi, sem er nú í umsagnarferli. Að frumvarpinu standa 15 þingmenn úr öllum þingflokkum.
Nánar...