Fréttir og tilkynningar: 2017

Fyrirsagnalisti

05. des. 2017 : Stafræna lýðræðisþróunin

„Betri bær“ eða Your Priorities hugbúnaðurinn hefur verið tekinn í notkun vítt og breitt um veröldina. Auk Íslands má nefna Ástralíu, Skotland, Eistland, Wales, Noreg og Möltu.

Nánar...

01. des. 2017 : Ný persónuverndarlöggjöf væntanleg

Rétturinn til að gleymast, að leiðrétta upplýsingar um sig og vita af vinnslu upplýsinga um sig er á meðal þeirra réttinda sem verða fest í ný persónuverndarlög. Fjallað var m.a. um nýjar skyldur sveitarfélaga og raunhæf ráð gefin vegna innleiðingar á persónuverndardeginum.

Nánar...

30. okt. 2017 : Framúrskarandi árangur hjá Hafnarfjarðarbæ í jafnréttismálum

Jafnrettisvidurkenning-2017

Hafn­ar­fjarðarbær hlaut jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir að hafa innleitt fyrst sveitarfélaga jafnlaunastaðalinn. Starfsmat sveitarfélaga greiddi fyrir innleiðingu staðalsins.

Nánar...

19. okt. 2017 : Undirbúningur hafinn vegna nýrrar persónuverndarlöggjafar

PPP_PRD_137_3D_people-Key_In_Keyhole

Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur nú að mótun öryggisráðstafana í grunnskólum vegna persónuverndar. Markmið verkefnisins er tvíþætt eða að leiða annars vegar til lykta svonefnt Mentor-mál og hins vegar að greiða fyrir innleiðingu sveitarfélaga á nýjum lögum um persónuvernd innan Evrópska efnahagssvæðisins.

Nánar...

04. okt. 2017 : Þátttaka í sveitarstjórnarkosningum í sögulegu lágmarki

Kosningaþátttaka fór í síðustu sveitarstjórnarkosningum niður í sögulegt lágmark eða 67% og endurnýjun á meðal sveitarstjórnarmanna hefur verið um 55%. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, spáði í komandi sveitarstjórnarkosningar á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

Nánar...

03. okt. 2017 : Upplýsingar um utankjörfundar-atkvæðagreiðslu o.fl.

kosningar

Athygli er vakin á því að á kosningavef dómsmálaráðuneytisins kosning.is er að finna margvíslegar upplýsingar um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslu og önnur hagnýt atriði sem varða framkvæmd alþingiskosninga sem fram fara 28. október nk.

Nánar...

12. sep. 2017 : Skiptir kyn máli í bæjarpólitík?

Samband sveitarfélaga og Jafnréttisstofa héldu vel heppnaða málstofu á Fundi fólksins 8. september sl., um kynjaáhrif í bæjarpólitík. Svo skemmtilega vill til að spurningunni var svarað ýmist játandi eða neitandi.

Nánar...

12. sep. 2017 : Sveitarstjórnarkosningar 2018 í deiglunni

jafnretti

Jöfnum leikinn er yfirskrift landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál sem fram fer í Stykkishólmi þann 15. sept. nk. Sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári verða í deiglu landsfundarins ásamt öðrum áhugaverðum og brýnum málefnum líðandi stundar.

Nánar...

06. sep. 2017 : Samráð við íbúa eykur ánægju og traust

Fjölmennt var á málþingi sambandsins um íbúasamráð sveitarfélaga og þátttöku íbúa sem fram fór á Grand hóteli í Reykjavík í gær. Ný handbók fyrir sveitarfélög er væntanleg, auk þess sem hópur hefur verið settur á fót á Fésbók fyrir umræðu og þekkingarmiðlun á milli sveitarfélaga.

Nánar...

31. ágú. 2017 : Skiptir kyn einhverju máli í bæjarpólitík?

Hver eru tækifærin og hverjar eru hindranirnar þegar kemur að pólitískum völdum kvenna á sveitarstjórnarstigi? Samband íslenskra sveitarfélaga stendur ásamt Jafnréttisstofu að áhugaverðri málstofu um sveitarstjórnarmál á Fundi fólksins þann 8. september nk.

Nánar...
Síða 1 af 2