Fréttir og tilkynningar: 2016

Fyrirsagnalisti

20. des. 2016 : Kjörsókn minni meðal yngri kjósenda

Í nýjustu útgáfu Hagtíðinda sem komu út fyrr í dag er fjallað ítarlega um kjörsókn í alþingiskosningunum 29. október sl.

Nánar...

05. des. 2016 : Barátta gegn öfgahyggju

Ályktun Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustþingi 2016 um aðgerðir til að berjast gegn öfgahyggju meðal íbúa og stuðningsvefsíða fyrir sveitarfélög.

Nánar...

05. des. 2016 : Jafnréttismál á Sveitarstjórnarþingi Evrópuráðsins

Ályktanir Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins á haustþingi 2016 um þátttöku kvenna í sveitar- og svæðastjórnum og kynjaða fjárhagsáætlunargerð.

Nánar...

01. nóv. 2016 : Námsferð fyrir sveitarstjórnarmenn í ágúst 2016

Sambandið stóð, með aðstoð sænska sveitarfélagasambandsins, fyrir hópferð sveitarstjórnarmanna til Svíþjóðar í lok ágúst 2016 til að kynna sér íbúasamráð í sænskum sveitarfélögum.  Sænska sambandið hefur undanfarin ár, á grundvelli stefnumótandi áherslu landsþings þess, unnið að því að aðstoða sænsk sveitarfélög við að byggja upp kunnáttu og reynslu í íbúasamráði.

Nánar...

25. okt. 2016 : Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hjá sveitarfélögum

kosning

Á undanförnum áratugum hefur kosningaþátttaka í kosningum á Íslandi farið minnkandi, og þá sérstaklega í sveitarstjórnarkosningum.  Á vettvangi Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa farið fram umræður um hvernig hægt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni við. M.a. hefur verið horft til annarra norrænna ríkja en þar hefur kosningaþátttaka einnig breyst til hins verra. Þar hafa verið gerðar tilraunir með aukið aðgengi að utankjörfundaratkvæðagreiðslu með ýmsum hætti. Þær tilraunir eru sagðar hafa aukið kosningaþátttöku merkjanlega.

Nánar...

05. okt. 2016 : Ungt fólk ræddi við ráðamenn

Dagana 28. og 29. september  stóð Ungmennaráð Árborgar fyrir ráðstefnu meðal ungs fólks þar sem öllum ungmennaráðum og sveitarstjórnum á Suðurlandi var boðið að taka þátt.

Nánar...

26. sep. 2016 : Kosningavakning meðal ungs fólk

Verkefninu Kosningavakning: #égkýs sem Landssamband æskulýðsfélaga og Samband íslenskra framhaldsskólanemenda standa fyrir var formlega ýtt úr vör í dag en Samband íslenskra sveitarfélaga styrkir verkefnið

Nánar...

28. jún. 2016 : Styrkur úr jafnréttissjóði Íslands

Arna-Jonsdottir-og-Eyglo

Sunnudaginn 19. júní sl. tók Arna H. Jónsdóttir, lektor og formaður námsbrautar í leikskólakennarafræðum við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, við 3ja m.kr. styrk úr Jafnréttissjóði Íslands fyrir hönd stýrihóps verkefnisins „Karlar í yngri barna kennslu“. Í hópnum eru fulltrúar frá Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri, Félagi leikskólakennara, Félagi stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytinu og Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Nánar...

20. maí 2016 : Auglýst eftir styrkjum í Jafnréttissjóð Íslands

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að Velferðarráðuneytið hefur auglýst eftir styrkjum í Jafnréttissjóð Íslands. Sjóðurinn var stofnaður í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna árið 2015 og er tilgangur hans að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Einstaklingar, fyrirtæki, félagasamtök og stofnanir, s.s. sveitarfélög geta sótt um styrk úr sjóðnum.

Nánar...

24. feb. 2016 : Málþing og námskeið um jafnrétti í sveitarfélögum

Samband íslenskra sveitarfélaga, í samstarfi við Jafnréttisstofu og jafnréttisráð, boða til málþings og námskeið undir yfirskriftinni Jafnrétti í sveitarfélögum, dagana 31. mars og 1. apríl 2016.

Nánar...