Fréttir og tilkynningar: 2015

Fyrirsagnalisti

24. nóv. 2015 : Rafrænar íbúakosningar í Reykjanesbæ

Rafræn íbúakosning um breytingar á deiliskipulagi í Helguvík hófst kl. 02:00 aðfaranótt 24. nóvember. Íbúum gefst kostur á að kjósa til 02:00 þann 4. desember og eins oft og hver vill, ef skoðanir kunna að breytast eftir að kosið hefur verið. Svarvalmöguleikar verða tveir, hlynntur eða andvígur deiliskipulagsbreytingunni.

Nánar...

17. júl. 2015 : Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins vinnur að því að auka sjálfsstjórn og lýðræði í evrópskum sveitarfélögum.  Það stendur árlega fyrir átaki sem felst í því að hvetja sveitarfélög til að skipuleggja sérstakar aðgerðir í eina viku í október til að vekja athygli á lýðræðislegu hlutverki sveitarfélaga og mikilvægi lýðræðislegrar þátttöku íbúa. 

Nánar...

18. feb. 2015 : Nýtt um Evrópska jafnréttissáttmálann

Jafnrétti

Evrópsku sveitarfélagasamtökin, CEMR, sem stóðu að gerð sáttmálans, halda annað hvert ár ráðstefnur til að ræða það sem er efst á baugi hjá evrópskum sveitarfélögum. Slík ráðstefna var haldin í Róm í desember sl. og þar var ein málstofan helguð jafnréttissáttmálanum[1]. Þar voru ræddar áskoranir sveitarfélaga við að ná fram jafnrétti í raun og hvaða stuðning þau þurfi.

Nánar...

21. jan. 2015 : Er íbúalýðræði leiðin til betri stjórnhátta

Nyskopun

Samband íslenskra sveitarfélaga og Stofnun stjórnsýslufræða og stjórnmála standa fyrir opnu síðdegismálþingi föstudaginn 30. janúar 2015 kl. 15:00-17:30 í Norræna húsinu í tilefni að útkomu nýrrar bókar dr. Gunnars Helga Kristinssonar stjórnmálafræðiprófessors.

Nánar...