Fréttir og tilkynningar: nóvember 2014
Fyrirsagnalisti
Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Í dag, föstudaginn 14. nóvember, fór fram málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum.
Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í
sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum
innflytjenda.
Nánar...
Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16 á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal annars verður rætt um hækkandi lífaldur og hvaða áhrif það hefur á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða.
Frestur til að skila inn tillögum vegna nýsköpunarverðlauna framlengdur

Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi á Grand hóteli. Markmiðið með nýsköpunarverðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins eru gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.
Nánar...
Nánar...