Fréttir og tilkynningar: október 2014

Fyrirsagnalisti

30. okt. 2014 : Margar ástæður fyrir minnkandi kosningaþátttöku

Í rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim, kemur fram að óspennandi valkostir og lítil áhrif hvers og eins eru helstu ástæðurnar sem fólk nefnir fyrir því að það mætti ekki á kjörstað í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Nánar...

23. okt. 2014 : Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

growth

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum verður haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember nk. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Nánar...

23. okt. 2014 : Opnir fundir víða á kvennafrídaginn, 24. október

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Sveitafélög efna mörg til opinna funda á kvennafrídaginn, 24. október nk. Meðal annars verður súpufundur á hótel KEA á Akureyri og hótel Öldu á Seyðisfirði. Á báðum stöðum er um að ræða súpufundi sem hefjast með formlegri dagskrá á hádegi.

Nánar...

06. okt. 2014 : Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.

Nánar...