Fréttir og tilkynningar: september 2014

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2014 : Ölvunardrykkja ungmenna eykst sexfalt á fyrsta ári í framhaldsskóla

Ungt-folk

Rannsóknir á högum og líðan íslenskra ungmenna sýna að um 5% nemenda í grunnskólum landsins hafa orðið ölvuð síðastliðna 30 daga frá fyrirlögn spurningalista. Þetta hlutfall er með því lægsta sem mælst hefur í slíkum rannsóknum meðal ungmenna í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar litið er á sambærilegar tölur fyrir 16 og 17 ára nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla má sjá að talsverð aukning verður á ölvunardrykkju miðað við sama mælikvarða.

Nánar...