Fréttir og tilkynningar: 2014
Fyrirsagnalisti
Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16 á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal annars verður rætt um hækkandi lífaldur og hvaða áhrif það hefur á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða.
Frestur til að skila inn tillögum vegna nýsköpunarverðlauna framlengdur

Nánar...
Margar ástæður fyrir minnkandi kosningaþátttöku

Í rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim, kemur fram að óspennandi valkostir og lítil áhrif hvers og eins eru helstu ástæðurnar sem fólk nefnir fyrir því að það mætti ekki á kjörstað í sveitarstjórnarkosningunum í vor.
Nánar...Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum verður haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember nk. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála eru sérstaklega hvattir til að mæta.
Nánar...Opnir fundir víða á kvennafrídaginn, 24. október

Sveitafélög efna mörg til opinna funda á kvennafrídaginn, 24. október nk. Meðal annars verður súpufundur á hótel KEA á Akureyri og hótel Öldu á Seyðisfirði. Á báðum stöðum er um að ræða súpufundi sem hefjast með formlegri dagskrá á hádegi.
Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.
Nánar...Ölvunardrykkja ungmenna eykst sexfalt á fyrsta ári í framhaldsskóla

Rannsóknir á högum og líðan íslenskra ungmenna sýna að um 5% nemenda í grunnskólum landsins hafa orðið ölvuð síðastliðna 30 daga frá fyrirlögn spurningalista. Þetta hlutfall er með því lægsta sem mælst hefur í slíkum rannsóknum meðal ungmenna í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar litið er á sambærilegar tölur fyrir 16 og 17 ára nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla má sjá að talsverð aukning verður á ölvunardrykkju miðað við sama mælikvarða.
Nánar...Nýjar sveitarstjórnir

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.
Nánar...Framboðsfrestur liðinn

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða