Fréttir og tilkynningar: 2014

Fyrirsagnalisti

14. nóv. 2014 : Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

Í dag, föstudaginn 14. nóvember, fór fram málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Nánar...

14. nóv. 2014 : Við lifum vel og lengi

Landssamtök lífeyrissjóða og Félag íslenskra tryggingastærðfræðinga, í samstarfi við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um breyttar lífslíkur og áhrif þess á lífeyrissjóði mánudaginn 24. nóvember kl. 13-16 á Grand hóteli í Reykjavík. Meðal annars verður rætt um hækkandi lífaldur og hvaða áhrif það hefur á tryggingafræðilega stöðu lífeyrissjóða.

Nánar...

06. nóv. 2014 : Frestur til að skila inn tillögum vegna nýsköpunarverðlauna framlengdur

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Nýsköpunarverðlaunin í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar næstkomandi á Grand hóteli. Markmiðið með nýsköpunarverðlaununum er að vekja athygli á því sem vel er gert og hvetja til meiri nýsköpunar í opinberri þjónustu og stjórnsýslu á Íslandi.  Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins eru gjaldgeng til að taka þátt og tilnefna verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.
Nánar...

30. okt. 2014 : Margar ástæður fyrir minnkandi kosningaþátttöku

Í rannsókn, sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga og innanríkisráðuneytið, Háskólans á Akureyri, Háskóla Íslands, Félagsvísindastofnunar HÍ og doktorsnema við Háskólann í Mannheim, kemur fram að óspennandi valkostir og lítil áhrif hvers og eins eru helstu ástæðurnar sem fólk nefnir fyrir því að það mætti ekki á kjörstað í sveitarstjórnarkosningunum í vor.

Nánar...

23. okt. 2014 : Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum

growth

Málþing um stöðu innflytjenda í sveitarfélögum verður haldið í Reykjanesbæ föstudaginn 14. nóvember nk. Málþingið er ætlað sveitarstjórnarmönnum og öðrum stjórnendum í sveitarfélögum, svo og starfsmönnum sem hafa umsjón með málefnum innflytjenda. Félagsmálastjórar, mannauðsstjórar og stjórnendur upplýsingamála eru sérstaklega hvattir til að mæta.

Nánar...

23. okt. 2014 : Opnir fundir víða á kvennafrídaginn, 24. október

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Sveitafélög efna mörg til opinna funda á kvennafrídaginn, 24. október nk. Meðal annars verður súpufundur á hótel KEA á Akureyri og hótel Öldu á Seyðisfirði. Á báðum stöðum er um að ræða súpufundi sem hefjast með formlegri dagskrá á hádegi.

Nánar...

06. okt. 2014 : Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.

Nánar...

30. sep. 2014 : Ölvunardrykkja ungmenna eykst sexfalt á fyrsta ári í framhaldsskóla

Ungt-folk

Rannsóknir á högum og líðan íslenskra ungmenna sýna að um 5% nemenda í grunnskólum landsins hafa orðið ölvuð síðastliðna 30 daga frá fyrirlögn spurningalista. Þetta hlutfall er með því lægsta sem mælst hefur í slíkum rannsóknum meðal ungmenna í Evrópu og Bandaríkjunum. Þegar litið er á sambærilegar tölur fyrir 16 og 17 ára nemendur á fyrsta ári í framhaldsskóla má sjá að talsverð aukning verður á ölvunardrykkju miðað við sama mælikvarða.

Nánar...

16. jún. 2014 : Nýjar sveitarstjórnir

Rett_Blatt_Stort_a_vefinn

Þann 15. júní tóku nýjar sveitarstjórnir við völdum og eru flestar nýkjörnar sveitarstjórnir að koma saman til fyrsta fundar þessa dagana til þess að kjósa sér oddvita, kjósa í nefndir og jafnvel að ganga frá ráðningum framkvæmdastjóra sveitarfélaga.

Nánar...

13. maí 2014 : Framboðsfrestur liðinn

kosningar

Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.

Nánar...
Síða 1 af 2