Fréttir og tilkynningar: júní 2013

Fyrirsagnalisti

26. jún. 2013 : Stefna ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016

Fyrirspurn
Samstarf ríkis og sveitarfélaga um framþróun upplýsingasamfélagsins hefur aukist undanfarin ár sem er mjög jákvætt. Til að unnt sé nota upplýsingatækni til að bæta opinbera þjónustu og hagræða í rekstri þurfa rafræn gögn að geta flætt óhindrað á milli stofnana ríkis og sveitarfélaga og það kallar á samstarf á milli stjórnsýslustiganna. Nánar...

14. jún. 2013 : Upptökur frá morgunverðarfundum um málefni innflytjenda

AIMG_1496

Á vef sambandsins má nú finna upptökur frá fjórum morgunverðarfundum sem haldnir voru í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Fundirnir voru haldnir í framhaldi af Hringþingi sem haldið var sl. haust en þeir fjölluðu allir um stöðu innflytjenda í skólakerfinu en mismunandi áherslur voru á hverjum fundi fyrir sig.

Nánar...

04. jún. 2013 : Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Hugmyndir

Fjórði og síðasti fundurinn í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Þjónusta sérfræðinga við nemendur með íslensku sem annað tungumál.

Nánar...