Fréttir og tilkynningar: 2013
Fyrirsagnalisti
Landsfundur jafnréttisnefnda

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn á Hvolsvelli þann 27. september nk. Dagskrá fundarins er mjög spennandi og fjölbreytt og eru fulltrúar sveitarfélaga sem starfa að jafnréttis- og félagsmálum hvattir til að mæta á fundinn.
Nánar...Stefna ríkis og sveitarfélaga um upplýsingasamfélagið 2013-2016

Upptökur frá morgunverðarfundum um málefni innflytjenda

Á vef sambandsins má nú finna upptökur frá fjórum morgunverðarfundum sem haldnir voru í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og Reykjavíkurborg. Fundirnir voru haldnir í framhaldi af Hringþingi sem haldið var sl. haust en þeir fjölluðu allir um stöðu innflytjenda í skólakerfinu en mismunandi áherslur voru á hverjum fundi fyrir sig.
Nánar...Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Fjórði og síðasti fundurinn í morgunverðarfundaröð um menntun innflytjenda í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar, verður haldinn fimmtudaginn 13. júní kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík. Yfirskrift fundarins er: Þjónusta sérfræðinga við nemendur með íslensku sem annað tungumál.
Nánar...Fundaröð um menntamál innflytjenda

Nýtt vefsetur um innleiðingu Evrópusáttmála sveitarfélaga um jafnrétti kynjanna tekur til starfa

Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð, í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar
Fyrsti morgunverðarfundurinn verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.
Bein útsending frá XXVII. landsþingi

XXVII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga verður sett á Grand hótel í Reykjavík nú kl. 9.30. Yfirskrift þingsins er „Áfram veginn“ en landsþingið í ár er síðasta landsþing kjörtímabils þeirra sveitarstjórna sem nú sitja, 2010-2014.
Nánar...Umsagnir sveitarfélaga um frumvarp um persónukjör í sveitarstjórnarkosningum

Á vef Alþingis er hægt að kynna sér þær umsagnir sem borist hafa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um frumvarp til laga um breytingar á sveitarstjórnarlögum. Alls hafa fimm sveitarfélög sent umsagnir og að auki sendi Samband íslenskra sveitarfélaga ítarlega umsögn um málið
Nánar...Hádegisverðarfundur um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga

Hádegisverðarfundur um aukna þátttöku íbúa í stjórnun sveitarfélaga verður haldinn í Iðnó í Reykjavík þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Að fundinum standa auk innanríkisráðuneytisins Samband íslenskra sveitarfélaga og samtökin Initiative and Referendum Institute Europe.
Nánar...- Fyrri síða
- Næsta síða