Fréttir og tilkynningar: október 2012

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2012 : Forvarnardagurinn er í dag

forvarnardagurinn_logo_liti

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn og taka rúmlega 130 grunnskólar og allir framhaldsskólar á landinu þátt í honum. Tilgangur hans er að efla viðnám unglinga gegn áfengi og fíkniefnum.

Nánar...

11. okt. 2012 : Fastanefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga um jafnrétti kynjanna fundar í fyrsta sinn

GENDER

Á fundinum voru ýmis fyrirmyndarverkefni á sviði kynjajafnréttis kynnt, þ. á m. afar metnaðarfullt verkefni sænska sveitarfélagasambandsins um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Sambandið hefur m.a. þróað fræðslupakka um kynjasamþætingu en á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmislegt áhugavert efni, þ. á m. skemmtilega kvikmynd sem útskýrir kynjasamþættingu í sveitarfélögum á nýstárlegan og einfaldan hátt.

Nánar...

02. okt. 2012 : Opnari stjórnsýsla í Hafnarfjarðarkaupstað

hafnarfjordur_hreinteiknad

Í ágúst sl. samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar reglur um birtingu gagna með fundargerðum og tóku reglurnar gildi í gær. Nú munu fundargerðir bæjarins ekki aðeins innihalda upplýsingar um hvaða mál voru á dagskrá og hvaða afgreiðslu þau hafa hlotið, líkt og lög kveða á um að þær geri, heldur munu þær innihalda greiða leið fyrir bæjarbúa og aðra að þeim upplýsingum sem lagðar eru formlega fram á fundum og skýrt geta ákvarðanir viðkomandi nefnda og ráða í einstökum málum.

Nánar...