Fréttir og tilkynningar: júlí 2012

Fyrirsagnalisti

20. júl. 2012 : Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Sambands íslenskra sveitarfélaga verður lokuð frá mánudeginum 23. júlí til og með mánudeginum 6. ágúst.

Skrifstofa Lánasjóðs sveitarfélaga verður aftur á móti opin þennan tíma. Hægt er að ná sambandi við starfsmenn lánasjóðsins í síma 515 4949.

Gleðilegt sumar!

Nánar...

06. júl. 2012 : Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki

jafnrettissjodur
Jafnréttissjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Tilgangur sjóðsins er að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafnréttismálum. Nánar...

06. júl. 2012 : Landsfundur jafnréttisnefnda

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn 14. september nk. á Akranesi. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Nánar...

04. júl. 2012 : Ungt fólk og lýðræði

Ungt-folk

Ungmennaráðstefnan, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Hvolsvelli dagana 29. – 31. apríl 2012. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir því að halda ráðstefnuna í þeim tilgangi að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks.  Ráðstefnan var bæði fyrir fulltrúa ungmennaráða og starfsmenn þeirra.

Nánar...