Fréttir og tilkynningar: 2012

Fyrirsagnalisti

28. des. 2012 : Ný upplýsingalög taka gildi

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Ný upplýsingalög

voru meðal þingmála sem hlutu afgreiðslu fyrir jólahlé Alþingis. Frumvarpið hafði lengi verið til meðferðar enda fólust í því ýmis nýmæli sem skiptar skoðanir voru um, þótt almennt væri talið að endurskoðun laganna væri tímabær m.a. með tilliti til tækniþróunar.

Nánar...

29. nóv. 2012 : Frumvarp til laga um heimild til rafrænna íbúakosninga lagt fram á Alþingi

Rfraen-samskipti

Lagt hefur verið fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011, með síðari breytingum. Frumvarpið er samið á vegum innanríkisráðuneytisins og í því er lagt til að ráðherra geti heimilað sveitarfélögum, að beiðni þeirra, að íbúakosning fari eingöngu fram með rafrænum hætti og að kjörskrá vegna íbúakosninga verði rafræn.

Nánar...

05. nóv. 2012 : Félagsmiðstöðvadagurinn

Ungt-folk

Miðvikudaginn 7. nóvember bjóða unglingar og starfsfólk í félagsmiðstöðvum landsins gestum og gangandi að sjá og heyra hvað fer fram í félagsmiðstöðinni þeirra.

Nánar...

31. okt. 2012 : Forvarnardagurinn er í dag

forvarnardagurinn_logo_liti

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn og taka rúmlega 130 grunnskólar og allir framhaldsskólar á landinu þátt í honum. Tilgangur hans er að efla viðnám unglinga gegn áfengi og fíkniefnum.

Nánar...

11. okt. 2012 : Fastanefnd Evrópusamtaka sveitarfélaga um jafnrétti kynjanna fundar í fyrsta sinn

GENDER

Á fundinum voru ýmis fyrirmyndarverkefni á sviði kynjajafnréttis kynnt, þ. á m. afar metnaðarfullt verkefni sænska sveitarfélagasambandsins um kynjasamþættingu og kynjaða fjárhagsáætlanagerð. Sambandið hefur m.a. þróað fræðslupakka um kynjasamþætingu en á heimasíðu verkefnisins er að finna ýmislegt áhugavert efni, þ. á m. skemmtilega kvikmynd sem útskýrir kynjasamþættingu í sveitarfélögum á nýstárlegan og einfaldan hátt.

Nánar...

02. okt. 2012 : Opnari stjórnsýsla í Hafnarfjarðarkaupstað

hafnarfjordur_hreinteiknad

Í ágúst sl. samþykkti bæjarráð Hafnarfjarðar reglur um birtingu gagna með fundargerðum og tóku reglurnar gildi í gær. Nú munu fundargerðir bæjarins ekki aðeins innihalda upplýsingar um hvaða mál voru á dagskrá og hvaða afgreiðslu þau hafa hlotið, líkt og lög kveða á um að þær geri, heldur munu þær innihalda greiða leið fyrir bæjarbúa og aðra að þeim upplýsingum sem lagðar eru formlega fram á fundum og skýrt geta ákvarðanir viðkomandi nefnda og ráða í einstökum málum.

Nánar...

10. sep. 2012 : Ungt fólk 2012

Ungt-folk

Rannsóknaröðin Ungt fólk hóf göngu sína árið 1992 og er því 20 ára nú í haust. Rannsóknir og greining við Háskólann í Reykjavík hefur unnið rannsóknirnar frá árinu 1999 og hafa þær verið til grundvallar stefnumótunar og aðgerða í málefnum ungs fólks á Íslandi mörg undanfarin ár.

Nánar...

05. sep. 2012 : Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn 14. september nk. á Akranesi. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Nánar...

22. ágú. 2012 : Nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum

Nyskopun
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í ágúst og september leggur www.nyskopunarvefur.is áherslu á að kynna nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum og vísar á tengla um slík árangursrík verkefni hérlendis  og erlendis. Jafnframt er bent á að sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu til 21. september nk. Nánar...

21. ágú. 2012 : Hringþing um menntamál innflytjenda

pusl
Föstudaginn 14. september n.k. verður í Rúgbrauðsgerðinni haldið HringÞing um menntamál innflytjenda á öllum skólastigum og í  fullorðinsfræðslu. Skráning á HringÞingið er opin til 10. september, eða svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur er ókeypis. Nánar...
Síða 1 af 2