Fréttir og tilkynningar: október 2011

Fyrirsagnalisti

28. okt. 2011 : Stjórn sambandsins setti upp kynjagleraugu

Kynjagleraugu

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga setti upp kynjagleraugu á fundi sínum sem haldinn var á skrifstofu sambandsins í dag, 28. október. Tilefnið var íslenski kvennafrídagurinn, 24. október, og áeggjan „Skottanna“, regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna þar sem farið var fram á við sambandið að sveitarstjórnir yrðu hvattar til að standa fyrir fundum vikuna 24.-29. október um stöðu og jafnréttismál kynja í sveitarfélögum.

Nánar...