Fréttir og tilkynningar: 2011

Fyrirsagnalisti

24. nóv. 2011 : Umsóknir um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála

pusl

Innflytjendaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki úr þróunarsjóði innflytjendamála. Tilgangur sjóðsins er að efla rannsóknir og þróunarverkefni á sviði innflytjendamála með það að markmiði að auðvelda gagnkvæma aðlögun innflytjenda og íslensks samfélags.

Nánar...

28. okt. 2011 : Stjórn sambandsins setti upp kynjagleraugu

Kynjagleraugu

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga setti upp kynjagleraugu á fundi sínum sem haldinn var á skrifstofu sambandsins í dag, 28. október. Tilefnið var íslenski kvennafrídagurinn, 24. október, og áeggjan „Skottanna“, regnhlífarsamtaka íslensku kvennahreyfinganna þar sem farið var fram á við sambandið að sveitarstjórnir yrðu hvattar til að standa fyrir fundum vikuna 24.-29. október um stöðu og jafnréttismál kynja í sveitarfélögum.

Nánar...

13. sep. 2011 : Sveitarfélög útrými kynbundnum launamun

SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga sem haldinn var í Kópavogi um helgina brýnir fyrir sveitarfélögum landsins að vinna markvisst að því að útrýma kynbundnum launamun.

Nánar...

01. sep. 2011 : Námskeið um kynjasamþættingu

Jöfnum leikinn

Jafnréttisstofa býður upp á opin námskeið um kynjasamþættingu í Reykjavík og á Akureyri í september. Á námskeiðunum verður fjallað um stöðu jafnréttismála á Íslandi, í hverju kynjasamþætting felst, hvers vegna við þurfum á skipulögðu jafnréttisstarfi að halda ofl.

Nánar...

29. ágú. 2011 : Landsfundur jafnréttisnefnda

Jafnrétti

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn dagana 9.-10. september nk. í Kópavogi. Landsfundurinn er opinn fulltrúum í jafnréttisnefndum sveitarfélaga, en einnig eru velkomnir á fundinn fulltrúar þeirra sveitarstjórna sem ekki hafa skipað jafnréttisnefndir.

Nánar...

04. ágú. 2011 : Mannréttindi á sveitarstjórnarstigi

Evrópsk lýðræðisvika

Evrópuráðið hvetur sveitarfélög í aðildarríkjum sínum til skipuleggja lýðræðisviku (ELDW) í kringum 15. okt. en þann dag árið 1985 var Evrópusáttmáli um sjálfstjórn sveitarfélaga opnaður til undirritunar. Sveitarfélögum í 47 aðildarríkjum ráðsins er boðið að taka þátt í evrópsku áttaki með því að skipuleggja sérstakar aðgerðir frá 10. – 16. okt. nk. undir yfirskriftinni „Mannréttindi? Hver er staðan í þínu nærumhverfi?“

Nánar...

02. ágú. 2011 : Ráðstefna um beint lýðræði og aukna þátttöku íbúa

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Innanríkisráðuneytið efnir hinn 14. september næstkomandi til ráðstefnu í Reykjavík um eflingu beins lýðræðis. Nefnd á vegum innanríkisráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstigsins annast undirbúning og skipulagningu ráðstefnunnar sem ætluð er sveitarstjórnarfólki og öllu áhugafólki um aukið lýðræði hjá ríkisvaldi og á sveitarstjórnarstigi.

Nánar...

16. maí 2011 : Opið upp á gátt hjá ríki og sveitarfélögum

OpidUppAGattHaus

Ráðstefna UT-dagsins verður haldin á Hilton Nordica hóteli miðvikudaginn 25. maí nk. Ráðstefnan er haldin í tilefni af degi upplýsingatækninnar og verður athyglinni beint að vefgáttum opinberra aðila í dagskrá dagsins.

Nánar...

08. apr. 2011 : Þing ungmennaráða

Ungmennathing

Þing ungmennaráða verður haldið í Iðnó, Vonarstræti 3 í Reykjavík þann 16. apríl nk. Það eru UNICEF á Íslandi, umboðsmaður barna og Reykjavíkurborg sem standa að þinginu, sem verður undir yfirskriftinni Stjórnlög unga fólksins. Þátttakendur á þinginu koma allsstaðar að af landinu og munu þar móta tillögur og láta í ljós álit sitt á ýmsum málum tengdum stjórnarskrá Íslands.

Nánar...

21. feb. 2011 : Málþing um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur

SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640
Innflytjendaráð, sem

hefur það meginverkefni að fjalla um helstu atriði er snerta aðlögun útlendinga að íslensku samfélagi, efnir til málþings um samfélagstúlkun fyrir innflytjendur. Á málþinginu verður fjallað um réttindi innflytjenda til túlkaþjónustu og fræðslu og menntun fyrir samfélagstúlka og það fagfólk sem vinnur með þeim.

Nánar...