Leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og skólastjórnenda

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að um áramótin tóku gildi lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019, en þau voru samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019.

Athygli sveitarfélaga er vakin á því að um áramótin tóku gildi lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 95/2019, en þau voru samþykkt voru á Alþingi 20. júní 2019. Með lögunum er lögfestur hæfnirammi um menntun og hæfni kennara og skólastjórnenda, í samræmi við alþjóðlega þróun, sem lýsir þeirri hæfni sem kennarar þurfa að búa yfir til samræmis við þá ábyrgð sem felst í starfi þeirra.

Við gildistöku laganna falla úr gildi lög um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, nr. 87/2008. Nýju lögin öðluðust gildi 1. janúar 2020.

Menntamálastofnun hefur gefið út leiðbeiningar um verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-, grunn- og framhaldsskóla í tengslum við innleiðingu laganna og er þeim ætlað að styðja skólastjórnendur og aðra sem fara með ráðningarmál í skólum með því að skýra verklag við ráðningar kennara og stjórnenda við leik-, grunn-og framhaldsskóla.