Landsþingi frestað

XXXVI. landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram átti að fara þann 26. mars nk. hefur verið frestað fram í maí.

Frá landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið var í mars 2019.

Eins og hefur verið kynnt fyrir öllum sveitarfélögum, landshlutasamtökum og kjörnum landsþingsfulltrúum sveitarfélaga þá stóð til að halda landsþingið 26. mars nk. á Grand hótel Reykjavík og í gegnum fjarfundarbúnað. Í ljósi hertari reglna fyrir svona stóra viðburði hefur stjórn sambandsins tekið ákvörðun um að fresta landsþingi fram í maí.

Stjórn sambandsins taldi mikilvægt að reyna eftir fremsta megni að halda hefðbundið staðþing svo kjörnir fulltrúar fái loks tækifæri til að hittast með öðrum hætti en í hinni stafrænu veröld. Einnig eru einungis rúmir þrír mánuðir síðan við héldum vel heppnað stafrænt landsþing og því taldi stjórn réttlætanlegt að fresta þinginu með von um að geta haldið staðþing í maí. Ef sömu takmarkanir verða í gildi fyrir stóra viðburði í maí verður landsþingið haldið með stafrænum hætti.

Nákvæm dagsetning verður send út um leið og hún hefur verið staðfest. Við hlökkum til að hitta landsþingsfulltrúa í raunheimum í maí.