Persónuvernd stendur fyrir kynningarherferð um landið vegna nýju persónuverndarlöggjafarinnar. Fundaröðin hefst á Akureyri í dag og lýkur í Reykjavík þann 26.nóvember nk.
Persónuvernd stendur fyrir kynningarherferð um landið vegna nýju persónuverndarlöggjafarinnar. Fundaröðin hefst á Akureyri í dag og lýkur í Reykjavík þann 26. nóvember nk.
Í kynningu Persónuverndar kemur fram að löggjöfin marki tímamót í persónuverndarlöggjöf Evrópu, en hún tók gildi hér á landi þann 15. júlí sl. á grunni reglugerðar Evrópusambandsins um persónuvernd.
Persónuvernd heldur í tilefni af því í kynningarherferð um landið. Sérstaklega verður fjallað um það hvaða þýðingu nýja persónuverndarlöggjöfin hefur fyrir einstaklinga og réttindi þeirra og þær kröfur sem hún gerir til fyrirtækja, stjórnvalda og annarra ábyrgðaraðila.
Kyningarfundirnir fara fram sem hér segir:
- Akureyri
Menningarhúsið Hof, Strandgötu 12, miðvikudaginn 31. október kl. 13-15. - Ísafjörður
Edinborgarhúsið, Aðalstræti 7, fimmtudaginn 1. nóvember kl. 13-15. - Egilsstaðir
Hótel Hérað, Miðvangi 1-7, mánudaginn 5. nóvember kl. 10-12.
(Fundinum verður streymt á vefsíðu Persónuverndar) - Vestmannaeyjar
Akóges-salurinn, Hilmisgötu 15, miðvikudaginn 7. nóvember kl. 10-12. - Höfn í Hornafirði
Hótel Höfn, Víkurbraut, mánudaginn 12. nóvember kl. 12-14. - Selfoss
Hótel Selfoss, Eyrarvegi 2, miðvikudaginn 14. nóvember kl. 13:30-15:30. - Reykjanesbær
Hljómahöll, Hjallavegi 2, mánudaginn 19. nóvember kl. 13-15. - Borgarnes
Hjálmaklettur, Borgarbraut 54, fimmtudaginn 22. nóvember kl. 12:30-14:30. - Reykjavík
Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, mánudaginn 26. nóvember kl. 13-15.
(Fundinum verður streymt á vefsíðu Persónuverndar)