Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni

HMS boðar til fundar á þriðjudaginn n.k., 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.

Innviðaráðherra kynnir úthlutun stofnframlaga og stóraukið fjármagn stjórnvalda til byggingar íbúða á viðráðanlegu verði.

Smelltu hér til að skrá þig á fundinn

Dagskrá fundarins

11:45Húsið opnar. Léttar veitingar í boði.
12:05Leiðin að jafnvægi í húsnæðismálum
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.
12:30Uppbyggingaráform sveitarfélaga
Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
12:40Fjölgun leiguíbúða á viðráðanlegu verði
Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri lánasviðs hjá HMS