Í dag, 31. mars, var haldinn opinn kynningarfundur um verkefni um stafræna skipulagsgátt.
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir forstjóri Skipulagsstofnunar og Ólafur Árnason sviðsstjóri nýsköpunar og þróunar hjá stofnuninni kynntu markmið verkefnisins. En í dag gleðjumst við yfir því að ný Skipulagsgátt er í vinnslu. Verkefnið er til innleiðingar á breytingum á skipulagslögum sem samþykktar voru á sl. ári ásamt því að í ný lögjum um umhverfismat framkvæmda og áætlana er gert ráð fyrir að Skipulagsstofnun smíði og rekstri slíka miðlæga gátt. Þegar skipulagsgátt er komin í gagnið, sem gæti orðið í lok þessa árs, verður á einum stað safnað saman gögnum og upplýsingum um skipulag, umhverfismat og framkvæmdir. Verkefnið gefur jafnframt möguleika á að endurhugsa og samþætta ferla og birtingu upplýsinga um skipulagsverkefni.
Að lokinni kynningu þeirra var erindi Aldísar Hafsteinsdóttur formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga. Hrósaði hún Skipulagsstofnun fyrir góðar kynningar og metnað við vinnslu verkefnisins. Til þess að auka og glæða þennan áhuga sé mikilvægt að einfalda allt aðgengi að gögnum og einnig og ekki síður að gera gögn og framsetningu þeirra með þeim hætti að allir geti með einföldum hætti sett sig inn í annars frekar flókna ferla skipulagsmála.
Aldís sagði sveitarfélögin vera á þeim stað í dag að þau þurfi að fara að taka stórar ákvarðanir um innviði sinnar stjórnsýslu og horfa þar til stafrænnar framtíðar. Þar er ekkert sveitarfélag undanskilið og mikilvægt að stjórnendur sveitarfélaganna fylgist vel með og taki þátt í stafrænni sameiginlegri vegferð sveitarfélaga og þeim miklu tæknibyltingum sem þar eru í farvatninu. Hún vildi því nota þetta tækifæri til að hvetja sveitarstjórnarfólk um allt land til að kynna sér vinnu stafræns teymis hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og setja það í forgang að þeirra sveitarfélag taki þátt í verkefnum sem þar er unnið að. Í þessum verkefnum gildir hið sama og á svo oft við – samvinna sveitarfélaga, m.a. um innkaup á tæknilausnum, skili bestum árangri.