Kynningarfundir um verndarsvæði á Íslandi

Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík þann 15. ágúst og 16. ágúst nk.

Kynningarfundir-uar-082018Umhverfis- og auðlindaráðherra gengst á næstu vikum fyrir kynningarfundum um land allt, þar sem drög að frumvarpi um stofnun verndarsvæða verða kynnt. Fyrstu fundirnir fara fram í Búðardal og á Hólmavík  dagana 15. og 16. ágúst nk.

Kynningarfundirnir eru ætlaðir sveitarfélögum umhverfisverndarsamtökum, ferðamálasamtökum og útivistarsamtökum. Fundaröðinni lýkur síðan 3. september með fundum á Höfn í Hornafirði og á Hvolsvelli.

Auk þess sem gert er ráð fyrir að þjóðgarðarnir þrír verði sameinaðir í eina stofnun, mælir frumvarpið fyrir því að nýrri stofnun verði komið á fót og henni falið að sjá um náttúruvernd hér á landi ásamt umsýslu þjóðgarða og friðlýstra svæða.  Einnig stendur til að fela nýju stofnuninni  undirbúning friðlýsinga og eftirlit á friðlýstum svæðum.

Hvað skipulag stofnunarinnar snertir, þá gerir frumvarpið ráð fyrir valddreifðu fyrirkomulagi sem byggir á aðkomu sveitarfélaga og samtaka almennings að stjórnun og stefnumótun fyrir þau svæði sem undir stofnunina heyra.

Markmið frumvarpsins er að efla náttúruverndarsvæði með einföldun stjórnkerfisins, aukinni skilvirkni og samnýtingu þekkingar. Með yfirsýn yfir málefni friðlýstra svæða er enn fremur gert ráð fyrir að breiður vettvangur myndist fyrir heildstæða stefnumótun til langs tíma.

Nánar um frumvarpið

Þátttakendur eru vinsamlegast beðnir um skrá sig á gudny.ingadottir@uar.is.

Fundirnir fara fram sem hér segir:

 • 15. ágúst
  Búðardalur, Dalabúð, kl. 15:30 - 17:30
 • 16. ágúst
  Hólmavík, Pakkhúsinu, kl. 15:30 - 17:30
 • 22. ágúst
  Hafnarfjörður, Rauðakross-salnum Strandgötu, kl. 15:00 - 17:00
 • 23. ágúst
  Akureyri, Hótel KEA, kl. 15:30 - 17:30
 • 28. ágúst
  Egilsstaðir, Hótel Héraði, kl. 15:00 - 17:00
 • 3. september
  Höfn í Hornafirði, Fosshóteli Vatnajökli, kl. 10:15 - 12:15
 • 3. september
  Hvolsvöllur, Hvoli, kl. 17:00 - 19:00