Kynningar- og samráðsfundir um land allt vegna viðauka við landsskipulagsstefnu

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu. Skipualgsstofnun heldur kynnignar- og samráðsfundi um land allt dagana 18. mars til 2. apríl nk.

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019.

Lýsingin er aðgengileg á landsskipulag.is og fer kynning fram samkvæmt 11. gr. skipulagslaga og 16. gr. reglugerðar um landsskipulagsstefnu.

Sveitarstjórnarfólk er hvatt til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum um nálgun og efnistök til Skipulagsstofnunar. Tekið er við skriflegum ábendingum til 8. apríl 2019 á landsskipulag@skipulag.is, eða í athugasemdagátt á landsskipulag.is.

Skipulagsstofnun heldur kynningar- og samráðsfundi um málið um land allt. Allt áhugafólk er hvatt til að  og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Kynningarfundir veða haldnir á eftirtöldum stöðum:

  • Borgarnesi 18. mars kl. 15-17 Hjálmakletti
  • Ísafirði 19. mars kl. 14-16 Hótel Ísafirði
  • Selfossi 20. mars kl. 15-17 Tryggvaskála
  • Reykjavík 21. mars kl. 15-17.30 Nauthóli
  • Akureyri 25. mars kl. 15-17 Hofi
  • Egilsstöðum 27. mars kl. 15-17 Hótel Héraði
  • Blönduósi 2. apríl kl. 15-17 Hótel Blöndu
  • Keflavík 4. apríl kl. 17-17 Hótel Park Inn

Nánari upplýsingar um fundina eru á landsskipulag.is og Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

Hús opnar 15 mín. fyrir upphaf fundar á hverjum stað. Heitt á könnunni. Þá verður fundinum í Reykjavík streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.