Kvennaverkfall 24. október

Á fjórða tug samtaka kvenna, hinsegin fólks og launafólks blása til heils dags kvennaverkfalls þann 24. október næstkomandi. Konur og kvár sem geta munu þá leggja niður störf.

Búast má við að starfsemi sveitarfélaga skerðist þann dag enda er 74% af starfsfólki sveitarfélaga konur. 

Samband íslenskra sveitarfélaga tekur undir þau meginmarkmið kvennaverkfalls að hefðbundin kvennastörf, jafnt launuð sem ólaunuð, skuli meta að verðleikum og hefur hvatt sveitarfélög til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að vinnuframlag kvenna og kvára sé sýnilegt og að sem flest þeirra geti tekið þátt í baráttudeginum að hluta eða í heild þannig að nauðsynlegustu almannaþjónustu  sé sinnt og  að öryggi og heilsu fólks sé ekki stofnað í hættu.

Áréttað er að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða þar sem um verkföll gilda sérstök lög og reglur og að  ábyrgð á skipulagi og starfsemi einstakra stofnana er á forræði hlutaðeigandi stjórnanda.