Kröfur til hins byggða umhverfis vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis

Samband íslenskra sveitarfélaga efnir til opins fjarfundar undir yfirskriftinni Kröfur til hins byggða umhverfis vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis þriðjudaginn 16. maí kl. 10:00 til 12:00.

Fundurinn er hluti af fundarröð sambandsins undir átakinu Samtaka um hringrásarhagkerfi sem styrkt er af umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Teams tengill inn á fundinn verður sendur til skráðra þátttakenda að morgni fundardags.

Fundarstjóri: Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar

Nánar um tilurð verkefnissins, dagskrá og skráning á fundinn.