Kosið um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Kosing er hafin um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps. Kosningin stendur frá 9. október til 28. október.

Íbúakosning um sameiningu Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps er hafin og stendur til og með 28. október. Kosningin er bindandi og þarf meirihluta samþykkis íbúa hvors sveitarfélags fyrir sig til þess að af sameiningu verði. 

Kosningarétt hafa þau sem náð hafa 16 ára aldri 28. október 2023. Norrænir ríkisborgarar hafa einnig kosningarétt ásamt erlendum ríkisborgurum sem hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt þann 28. október 2023.

Frá 9. október til 27. október er kosið á skrifstofu Tálknafjarðarhrepps á opnunartíma skrifstofunnar og á sama tíma í Ráðhúsi Vesturbyggðar á opnunartíma ráðhússins.

Laugardaginn 28. október verða kjörstaðir opnir í þremur kjördeildum frá kl. 12:00-18:00. Á Tálknafirði verður kosið í Tálknafjarðarskóla en í Vesturbyggð í:

  • Félagsheimilinu Baldurshaga - Bíldudal
  • Félagsheimili Patreksfirðinga - Patreksfirði og
  • Félagsheimilinu Birkimel - Barðaströnd
Teikning eftir Elínu Elísabetu í bæklingi sem gefinn var út í tengslum við sameiningakosninguna.