Kosið um sameiningar samhliða Alþingiskosningum

Tvennar íbúakosningar fóru fram samhliða Alþingiskosningunum sem fram fóru sl. laugardag.

Annars vegar var kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi og hins vegar um mögulega sameiningu tveggja sveitarfélaga í Húnavatnssýslu.

Sameining felld á Suðurlandi

Kosið var um sameiningu sveitarfélaganna: Ásahrepps, Skaftárhrepps, Mýrdalshrepps, Rangárþings ytra og Rangárþings eystra. Sameiningin var samþykkt í öllum sveitarfélögunum utan Ásahrepps. Þar með varð ljóst að ekkert verður af sameiningu sveitarfélaganna, en meirihluta þurfti í öllum sveitarfélögum til að af henni yrði.

Skoðanakönnun í Húnavatnssýslu

Þá kusu íbúar Húnavatnshrepps um það, samhliða Alþingiskosningunum, hvort hreppurinn ætti að efna til sameiningaviðræðna við Blönduósbæ. 227 kjósendur tóku þátt í könnuninni og var 65% þeirra hlynntur sameiningarviðræðum en rúm 33% andvíg.