Listi Nýrrar sýnar hlaut meirihluta bæjarstjórnarsæta í kosningum í sameinuðu sveitarfélagi Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps á laugardag.
Á kjörskrá voru 1001. Talin voru 665 atkvæði. D-listi Sjálfstæðisflokks og óháðra hlaut 268 atkvæði en N-listi Nýrrar sýnar hlaut 377 atkvæði. Auðir seðlar eða ógildir voru 20. Kjörsókn var 66,43%
D-listi fékk þrjá fulltrúa en N-listi fékk fjóra.
Bæjarstjórnin er því þannig skipuð:
- Páll Vilhjálmsson (N)
- Friðbjörg Matthíasdóttir (D)
- Jenný Lára Magnadóttir (N)
- Maggý Hjördís Keransdóttir (D)
- Gunnþórunn Bender (N)
- Tryggvi B. Bjarnason (N)
- Jóhann Örn Hreiðarsson (D)
Samhliða því sem kosið var til sveitarstjórnar, voru kosnir fulltrúar í fjórar heimastjórnir, þ.e. fyrir Patreksfjörð, Tálknafjörð, Arnarfjörð og fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps, tveir aðalmenn og tveir varamenn. Niðurstöður kosninga til heimastjórna voru:
Heimastjórn Patreksfjarðar:
Aðalmenn:
- Rebekka Hilmarsdóttir, 95 atkvæði
- Gunnar Sean Eggertsson, 50 atkvæði
Varamenn:
- Sigurjón Páll Hauksson, 16 atkvæði
- Sveinn Jóhann Þórðarson, 9 atkvæði
Á kjörskrá á Patreksfirði voru 564. Atkvæði greiddu 232.
Heimastjórn Tálknafjarðar:
Aðalmenn:
- Þór Magnússon, 48 atkvæði
- Jónas Snæbjörnsson, 33 atkvæði
Varamenn:
- Jón Aron Benediktsson, 12 atkvæði
- Trausti Jón Þór Gíslason, 4 atkvæði
Á kjörskrá á Tálknafirði voru 197. Atkvæði greiddu 134.
Heimastjórn Arnarfjarðar:
Aðalmenn:
- Rúnar Örn Gíslason, 31 atkvæði
- Valdimar B. Ottósson, 12 atkvæði
Varamenn:
- Jón Þórðarson, 10 atkvæði
- Matthías Karl Guðmundsson, 5 atkvæði
Á kjörskrá í Arnarfirði voru 190. Atkvæði greiddu 107.
Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps:
Aðalmenn:
- Elín Eyjólfsdóttir, 15 atkvæði
- Edda Kristín Eiríksdóttir, 10 atkvæði
Varamenn:
- Þórður Sveinsson, 7 atkvæði
- Ástþór Skúlason, 5 atkvæði
Á kjörskrá í fyrrum Barðastrandarhreppi og Rauðasandshreppi voru 72. Atkvæði greiddu 49.