22. ágú. 2016

Kommunala Arbeiðsgevarafelagið heimsækir kjarasvið sambandsins

Launanefnd Færeyinga,  Kommunala Arbeiðsgevarafelagið heimsótti kjarasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga dagana 17. og 18. ágúst s.l.

Tilgangur heimsóknar launanefndarinnar var að kynna sér starfsmatskerfið STARFSMAT og hluti af kynningunni var heimsókn hópsins til Hafnarfjarðar þar sem þau fengu upplýsingar um hvernig starfsmatið virkar í sveitarfélaginu.

Á myndinni að neðan má sjá hópinn ásamt hluta af gestgjöfum.

Faereyingar1F.v. Magnus Rasmussen, sveitarstjórnarmaður Runavikar kommuna, Eyðun Christiansen, stjóri Kommunufelagsins, Hedin Mortensen, formaður nefndarinnar og borgarstjóri í Þórshöfn, Berglind Guðrún Bergþórsdóttir, mannauðsstjóri hjá Hafnarfjarðarkaupstað, og Haraldur Eggertsson, verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarkaupstað, Margrét Sigurðardóttir og Berglind Eva Ólafsdóttir, starfsmenn kjarasviðs sambandsins, Anita Fuglö leiðari nefndarinnar, Andre F. Danielsen sveitarstjórnarmaður Sjóvar kommuna, Bjarni Mortensen og Sveiney Sverrisdóttir, fulltrúar nefndarinnar.