Komdu að kenna

Fyrsta verk stjórnar á fundi hennar í dag, var að skrifa póstkort og er óhætt að segja að þessi 871. stjórnarfundur hjá sambandinu hafi farið sérlega skemmtilega af stað. Póstkortin eru ætluð vænlegum kennaraefnum sem hvatning til að hefja kennaranám og mátti merkja mikinn einhug hjá stjórn varðandi verkið.

Fyrsta verk stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga á fundi hennar í dag, var að skrifa póstkort og er óhætt að segja að þessi 871. stjórnarfundur hjá sambandinu hafi farið sérlega skemmtilega af stað. Póstkortin eru ætluð vænlegum kennaraefnum sem hvatning til að hefja kennaranám og mátti merkja mikinn einhug hjá stjórn varðandi verkið. Mega álitleg kennaraefni um land allt því vænta góðrar hvatningar á næstu dögum.

Komdu að kenna er sameiginlegt átak háskólanna fjögurra sem
bjóða upp á kennaranám og miðar að því að kynna kennaranám sem spennandi kost
fyrir fólk á öllum aldri.

Komdu á kenna. Á ljósmyndinni má sjá eftirtalda stjórnarmenn og framkvæmdastjóra sambandsins munda póstkort (f.v.): Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Guðmundur Ari Sigurjónsson, Karl Björnsson, Heiða Björg Hilmisdóttir, Eyþór Laxdal Arnalds, Rakel Óskarsdóttir, Aldís Hafsteinsdóttir og Bjarni Jónsson. Á fjarfundi og því fjarstaddir myndatöku voru Ásgerður K. Gylfadóttir, Kristján Þór Magnússon og Jón Björn Hákonarson.

Nálgast má frekari upplýsingar hér að neðan um verkefnið Komdu að kenna.