20. des. 2016

Kjörsókn minni meðal yngri kjósenda

Í nýjustu útgáfu Hagtíðinda sem komu út fyrr í dag er fjallað ítarlega um kjörsókn í alþingiskosningunum 29. október sl.

Þar kemur fram að kosningaþátttaka var minni meðal yngri kjósenda en eldri en svipaðar niðurstöður sáust í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og í forsetakjörinu árið 2016. Að þessu sinni var hún minnst meðal kjósenda 20-24 ára, 65,7% en mest hjá kjósendum 65-69 ára, 90,2%.

Við kosningarnar voru alls 246.542 á kjörskrá eða 74,1% landsmanna. Af þeim greiddu 195.203 atkvæði eða 79,2% kjósenda. Kosningaþátttaka kvenna var 79,5% en karla 78,8%.