Kjarasamningurinn felldur

Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi grunnskólakennara (FG) vegna kjarasamningsins sem undirritaður var 13. mars sl. liggja nú fyrir. Var samningurinn felldur 2.599 atkvæðum eða 68,5% greiddra atkvæða.

Niðurstöður úr allsherjaratkvæðagreiðslu í Félagi grunnskólakennara (FG) vegna kjarasamningsins sem undirritaður var 13. mars sl. liggja nú fyrir. Var samningurinn felldur 2.599 atkvæðum eða 68,5% greiddra atkvæða.

Alls tóku 3.793 þátt í atkvæðagreiðslunni eða 80,75% félagsmanna en á kjörskrá voru 4.697 félagsmenn.

Skiptust atkvæði þannig að 1.128 sögðu já við samningnum eða 29,74% þeirra sem greiddu atkvæði. Nei sögðu 2.599 eða 68,52%, eins og áður segir. Auðir seðlar voru 66 eða 1,74%.

Atkvæðagreiðsla var rafræn og stóð yfir dagana 16. til 21. mars.