Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu síðdegis í dag nýjan kjarasamning.

Kjarasamningurinn verður á næstu dögum kynntur félagsmönnum FG, en niðurstaða úr atkvæðagreiðslu félagsins er væntanleg þann 21. mars næstkomandi. Gildistími er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019 eða tæplega eins árs og verður samningurinn birtur á vef sambandsins verði hann samþykktur.   

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning. Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2018 til 31. mars 2019. 

Kjarasamningurinn verður á næstu dögum kynntur sveitarfélögum og félagsmönnum FG, en niðurstaða úr atkvæðagreiðslu stéttarfélagsins um samninginn mun liggja fyrir þann 21. mars nk.

Samningurinn verður birtur á vef sambandsins verði hann samþykktur af báðum samningsaðilum.

Undirritun-FG-13032018Formenn samninganefnda handsala nýja kjarasamninginn að undirritun lokinni. F.v. Atli Atlason og Inga Rún Ólafsdóttir, samninganefnd sveitarfélaga og Ólafur Loftsson og Guðbjörg Ragnarsdóttir, samninganefnd grunnskólakennara. (LJósm. IH)