Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara undirritaður

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning.

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara (FG) undirrituðu nú síðdegis nýjan kjarasamning.

Gildistími samningsins er frá 1. desember 2017 til 30. júní 2019. Á næstu dögum fer fram kynning  og atkvæðagreiðsla um samninginn. Samningurinn verður  birtur í heild sinni á vef sambandsins, verði hann samþykktur af báðum samningsaðilum. Niðurstöðu atkvæðagreiðslu félagsmanna FG um samninginn er að vænta þann 6. júní 2018. 

Mynd-1_edited

Ljósmynd: Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaga, og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, formaður FG, handsala samninginn.