Átta aðildarfélög BHM hafa samþykkt kjarasamninga sem skrifað var undir mánudaginn 15. maí sl.
Félögin innan BHM eru:
- Félag íslenskra félagsvísindamanna,
- Félagsráðgjafafélag Íslands,
- Fræðagarður,
- Iðjuþjálfafélag Íslands,
- Sálfræðingafélag Íslands,
- Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
- Stéttarfélag lögfræðinga og
- Þroskaþjálfafélag Íslands
Mikill meirihluti þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu var samþykkur samningum (um 94%).