Kjarasamningar undirritaðir við fjögur iðnfélög

Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur undirritað kjarasamninga við fjögur iðnfélög. Samningarnir gilda frá 1. apríl 2023 til 31. mars 2024.

Kjarasamningar við Félag vélstjóra og málmtæknimanna (VM), MATVÍS og Rafiðnaðarsamband Íslands voru undirritaðir 21. apríl og eru nú í kynningu hjá félagsmönnum og stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu félagsmanna lýkur þann 29. apríl.

Þá skrifuðu samninganefnd sambandsins og Samiðn undir kjarasamning 25. apríl og fer hann sömuleiðis í kynningu meðal félagsmanna og hjá stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga. Niðurstaða atkvæðagreiðslu félagsmanna Samiðnar mun liggja fyrir þann 12. maí nk.