Félagar í Skólastjórafélagi Íslands og Félagi stjórnenda leikskóla hafa samþykkt nýja kjarasamninga.
Báðir kjarasamningarnir hafa gildistíma frá 1. október 2023 til 31. mars 2024.
Niðurstöður kosninganna voru sem hér segir:
Félag stjórnenda leikskóla
Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu er þessi:
Á kjörskrá voru 423
Atkvæði greiddu 262, eða 61,94%
Já sögðu 220, eða 83,97%
Nei sögðu 39, eða 14,88%
Auðir voru 3, eða 1,15%
Skólastjórafélag Íslands
Niðurstaða rafrænnar atkvæðagreiðslu er þessi:
Á kjörskrá voru 716
Atkvæði greiddu 510, eða 71,23%
Já sögðu 487, eða 95,49%
Nei sögðu 19, eða 3,73%
Auðir voru 4, eða 0,78%