22. júl. 2015

Kjarasamningur við Félag skipstjórnarmanna undirritaður

Þann 20. júlí 2015 undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags skipstjórnarmanna samkomulag um breytingar og framlengingu kjarasamnings aðila. Kjarasamningurinn gildir frá 1. maí 2015 til 31. október 2015 og í honum felast almennar launahækkanir til jafns við þær sem samið var um á liðnu ári í kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga sem ná til sambærilegra starfa. 

Samningsaðilar skulu bera samninginn upp til afgreiðslu fyrir  27. júlí 2015. Hafi gagnaðila ekki borist tilkynning um niðurstöðu fyrir kl. 15:00 þann 27. júlí 2015 skoðast hann samþykktur.