Kjarasamningar við BSRB undirritaðir og verkföllum aflýst

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.

 

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.

Stéttarfélögin sem um ræðir eru:

  • Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
  • Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
  • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi,
  • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum,
  • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu,
  • Starfsmannafélag Fjallabyggðar,
  • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar,
  • Starfsmannafélag Húsavíkur
  •  Starfsmannafélag Vestmannaeyja,
  • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu,
  • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar,
  • Starfsmannafélag Kópavogs,
  • Starfamannafélag Mosfellsbæjar og
  • Starfsmannafélag Suðurnesja

Kjarasamningurinn er gerður í anda Lífskjarasamningsins sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna bæjarstarfsmannafélaganna.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 23. mars næstkomandi.

Samið við Sjúkraliðafélag Íslands

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands innan BSRB undirrituðu einnig í nótt nýjan kjarasamning við Sjúkraliðafélag Íslands vegna starfsmanna sem vinna hjá Akureyrarbæ. Þar með var verkfalli félagsins gagnvart Akureyrarbæ aflýst.

Kjarasamningurinn er gerður, eins og fyrri samningar, í anda Lífskjarasamningsins sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 25. mars næstkomandi.