09. mar. 2020

Kjarasamningar við BSRB undirritaðir og verkföllum aflýst

 

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og samninganefnd fjórtán bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB undirrituðu rétt eftir miðnætti nýjan kjarasamning.

Stéttarfélögin sem um ræðir eru:

 • Kjölur, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
 • Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu,
 • Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi,
 • Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum,
 • Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsnessýslu,
 • Starfsmannafélag Fjallabyggðar,
 • Starfsmannafélag Fjarðabyggðar,
 • Starfsmannafélag Húsavíkur
 •  Starfsmannafélag Vestmannaeyja,
 • FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu,
 • Starfsmannafélag Hafnarfjarðar,
 • Starfsmannafélag Kópavogs,
 • Starfamannafélag Mosfellsbæjar og
 • Starfsmannafélag Suðurnesja

Kjarasamningurinn er gerður í anda Lífskjarasamningsins sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna bæjarstarfsmannafélaganna.

Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 23. mars næstkomandi.

Samið við Sjúkraliðafélag Íslands

Samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og Sjúkraliðafélags Íslands innan BSRB undirrituðu einnig í nótt nýjan kjarasamning við Sjúkraliðafélag Íslands vegna starfsmanna sem vinna hjá Akureyrarbæ. Þar með var verkfalli félagsins gagnvart Akureyrarbæ aflýst.

Kjarasamningurinn er gerður, eins og fyrri samningar, í anda Lífskjarasamningsins sem gildir á almennum vinnumarkaði. Verði samningurinn samþykktur mun hann gilda frá 1. janúar 2020 til 31. mars 2023.

Nú fer í hönd kynning á og atkvæðagreiðsla um kjarasamninginn meðal félagsmanna. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar mun liggja fyrir þann 25. mars næstkomandi.