10. ágú. 2010

Betri tenging og aukin samþætting milli skólastiga

  • Nam

Kjarasvið hefur gefið út skýrslu með niðurstöðum úr könnun á framkvæmd samreksturs skóla. Könnunin var gerð í samvinnu við Félag leikskólakennara og Skólastjórafélag Íslands. Samkvæmt upplýsingum sveitarfélaga er um að ræða 14 skóla með leik- og grunnskólastig í samrekstri, þrjá skóla með grunn- og tónlistarskóla í samrekstri og sjö skóla þar sem öll þrjú stigin eru rekin saman undir stjórn eins skólastjóra.

Nemendur á grunnskólaaldri eru mun fleiri í samreknum skólum en nemendur á leikskólaaldri. Þannig lá hlutfall grunnskólabarna af heildarfjölda barna á bilinu 63-97%. Ekki var óskað eftir upplýsingum um fjölda nemenda í tónlistarskólanum.

Nokkuð var um sveitarfélög hafi verið að leita eftir hagræðingu í rekstri með þessu rekstarformi og betri nýtingu húsnæðis. Þá voru einnig nokkur dæmi um að leitast hefði verið við að ná meiri samfellu milli leik- og grunnskóla og auka á stöðugleika í starfsmannahaldi til að tryggja fagmennsku.

Helstu kostir við samrekstur skv. svörum sveitarfélaganna felast í betri tenginu og aukinni samþættingu milli skólastiga. Þá þykir þetta fyrirkomulag auka líkur á að fagmenntað fólk fáist til starfa. Einnig er nefnt að stigin læri hvert af öðru, þá sér í lagi grunnskólastigið af leikskólastiginu. Fækkun stjórnenda þykir vera kostur og eins að fyrirkomulagið auðveldi sameiginlega stefnu í skólamálum.

Skýrsla um framkvæmd samreksturs skóla.