07. maí 2010

Fréttabréf kjarasviðs

  • Frettabref-2010_2-1

2. tbl. fréttabréfs kjarasviðs er komið út. Í fréttabréfinu er m.a. sagt frá nýrri stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, en Samband íslenskra sveitarfélaga varð aðili að henni fyrr í vikunni. Þá er í fréttabréfinu því beint til sveitarfélaga að taka saman upplýsingar um fyrirkomulag vinnuskóla og framkvæmd hans sumarið 2010 sem séu stéttarfélögunum aðgengilegar. Þær upplýsingar munu síðar nýtast samningsaðilum við að framfylgja bókun 5 með kjarasamningi um vinnuskóla en samkvæmt henni er ætlunin að kanna fyrirkomulag vinnuskóla og setja niður leiðbeinandi viðmiðunarreglur.

Fréttabréf kjarasviðs, 2. tbl. 1. árg.