07. maí 2010

Samband íslenskra sveitarfélaga verður aðili að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins

  • Fraedslumidstod-atvinnulifsins

Á aðalfundi Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins (FA) 6. maí sl. var samþykkt að BSRB, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytisins verði aðilar að félaginu, auk Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins.

FA var stofnuð 2002 af ASÍ og SA og hefur starfað síðan 2003 á grundvelli þjónustusamnings við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Markhópur starfseminnar er einkum fólk á vinnumarkaði, sem hefur ekki lokið námi frá framhaldsskóla. FA hefur þróað sérstakar námsleiðir fyrir markhópinn og eru margar þeirra hannaðar að þörfum atvinnulífsins. Þessar námsleiðir hafa verið vottaðar til eininga á framhaldsskólastigi. Einnig hafa verið þróaðar aðferðir og tæki til raunfærnimats og náms- og starfsráðgjafar fyrir fólk á vinnumarkaði, auk ýmissa fleiri þróunarverkefni sem m.a. er ætlað að auka veg framhaldsfræðslunnar og gæði. Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar sem starfandi eru í öllum landshlutum eru helstu samstarfsaðilar FA.

Fréttatilkynning.