16. mar. 2015

Starf sérfræðings á kjarasviði

Samband íslenskra sveitarfélaga auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á kjarasviði sambandsins

 • SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640


Starf sérfræðings á kjarasviði felst meðal annars í:

 • að vera lykilsérfræðingur í tölfræðilegum gagnagrunnum sviðsins
 • að annast sérfræðiráðgjöf til sveitarfélaga vegna launaútreikninga og túlkunar kjarasamninga
 • þátttöku í kjarasamningagerð f.h. stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • þátttöku í nefnda- og stjórnarstörfum í tengslum við kjaramál og önnur mál er varða íslenskan vinnumarkað
 • samskiptum við stéttarfélög og aðra aðila vinnumarkaðarins

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • háskólapróf sem nýtist í starfi
 • reynsla af starfi hjá sveitarfélagi á sviði launaumsýslu og/eða fjármála
 • sérþekking á kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga
 • góð almenn þekking á laga- og kjarasamningsumhverfi opinbers vinnumarkaðar
 • mjög gott vald á exel
 • þekking og áhugi á málefnum sveitarfélaga
 • hæfni til að miðla upplýsingum í ræðu og riti
 • gott vald á ensku og færni í einu Norðurlandamáli

Leitað er að einstaklingi, karli eða konu, sem hefur til að bera frumkvæði, færni í mannlegum samskiptum, nákvæmni í vinnubrögðum og hæfni til að vinna sjálfstætt og með öðrum að fjölbreyttum verkefnum.

Samband íslenskra sveitarfélaga er framsækinn vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar.

Nánari upplýsingar veitir Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs, netfang: inga.run.olafsdottir@samband.is, eða Magnús Karel Hannesson, sviðsstjóri og starfsmannastjóri, netfang: magnus.karel.hannesson@samband.is, í síma 515-4900.

Umsækjendum er bent á að frekari upplýsingar um Samband íslenskra sveitarfélaga á heimasíðunni, www.samband.is. Þar er einnig að finna starfsmannastefnu sambandsins og starfslýsingu fyrir starfið.

Umsóknir, merktar Umsókn um starf á kjarasviði, berist eigi síðar en 31. mars  2015 til Sambands íslenskra sveitarfélaga, Borgartúni 30, pósthólf 8100, 128 Reykjavík.