25. nóv. 2014

Kjarasamningur við Félag tónlistarskólakennara undirritaður í morgun

  • SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í morgunsárið var nýr kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags tónlistarskólakennara (FT) undirritaður í húsi ríkissáttasemjara. Samningurinn gildir frá 1. nóvember 2014 til 31. október 2015.

Kjarasamningur fer nú í kynningu meðal félagsmanna FT, en niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir þann 8. desember næstkomandi.