30. mar. 2014

Samkomulag um framlengingu kjarasamninga við 12 aðildarfélög Bandalags háskólamanna undirritað í kvöld

 • SIS_Kjara_starfsmannamal_760x640

Í kvöld undirrituðu samninganefndir Sambands íslenskra sveitarfélaga og 12 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna samkomulag um breytingu og framlenginu á kjarasamningum aðila, með gildistíma frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015. Félögin sem um ræðir eru:

 • Dýralæknafélag Íslands,
 • Félag íslenskra félagsvísindamanna,
 • Félag íslenskra náttúrufræðinga,
 •  Félagsráðgjafafélag Íslands,
 • Fræðagarður,
 • Iðjuþjálfafélag Íslands,
 • Kjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðinga,
 • Ljósmæðrafélag Íslands,
 • Sálfræðingafélag Íslands,
 • Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga,
 • Stéttarfélag lögfræðinga og
 • Þroskaþjálfafélag Íslands.

Enn er ólokið gerð kjarasamnings við eitt aðildarfélag BHM, þ.e. Félag íslenskra hljómlistarmanna. Ástæða þess að félagið er ekki aðili að samkomulaginu sem undirritað var í kvöld er sú að kjarasamningur félagsins er mjög ólíkur öðrum BHM samningum að uppbyggingu og efni. Kjaraviðræðum aðila verður haldið áfram í vikunni.