09. okt. 2013

Stefnumótun í vinnuvernd

  • Vinnuvernd

Þann 24. október verður haldin ráðstefna um stefnumótun í vinnuvernd til ársins 2020 á Grand Hótel í Reykjavík.

Ráðstefnan hefst kl. 12.15 með “vinnuverndarforrétti” (léttur hádegisverður) sem verður upphitun fyrir það sem koma skal. Markmið ráðstefnunnar er að kalla eftir áhersluatriðum í vinnuvernd frá sem flestum aðilum á íslenskum vinnumarkaði.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi sambandsins, BSRB, BHM, ASÍ, SA, Vinnueftirlitsins og Velferðarráðuneytisins.

Fundarhöld hefjast kl. 13 með ávarpi Eyglóar Harðardóttur ráðherra. Eftir það verða haldin örstutt inngangserindi um:

  • Samstarf atvinnulífs og Vinnueftirlits
  • Skipulag vinnuverndarstarfs á vinnustöðum
  • Áhættumat á vinnustað
  • Atvinnusjúkdóma og álag
  • Vinnuslys – núll-slysastefnu

Í framhaldi af inngangserindum fer fram umræða á vinnuborðum um stefnumótun í vinnuvernd til 2020. Ráðstefnunni lýkur kl. 16.

Óskað er eftir víðtækri þátttöku aðila vinnumarkaðarins, þjónustuaðila í vinnuvernd, stofnana og fyrirtækja til þess að tryggja að öll sjónarmið komi fram sem skipta máli við þessa stefnumótun.

Ráðstefnan er opin öllum en mikilvægt er að fulltrúar sem flestra aðila taki virkan þátt. Vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst HÉR  Athugið að þátttaka er ókeypis en vinsamlega skráið samt kennitölu fyrirtækis/stofnunar/félagasamtaka í neðsta skráningarboxið.

Hlekkur á núgildandi stefnu:  vinnuverndarstefna 2009 - 2013

Takið daginn frá strax og hafið áhrif á stefnu í vinnuvernd til framtíðar!

Boðsbréf á ráðstefnuna.