23. ágú. 2013

Hækkun launa félagsmanna FL þann 1. september 2013

PPP_PRD_090_3D_people-Cooperation

Samkvæmt niðurstöðu ábyrgðarnefndar vegna framkvæmdar launaleiðréttingar kjarasamnings Félags leikskólakennara (FL) og samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) frá 23. ágúst 2012 (sjá hér) breytast laun félagsmanna FL í starfi hjá sveitarfélögum í eftirfarandi atriðum:

1.       Launatafla hækkar um 0,7%.

2.       Byrjunarlaun allra starfsheita hækka sem nemur tveimur
          launaflokkum. (sjá hér)

3.       Allir félagsmenn FL sem hafa starfað lengur en 15 ár sem
          leikskólakennari hækka um tvö launaflokka. (sjá hér)

4.       Þeir sem eru á eftirágreiddum launum fá hækkunina 1. október en þeir sem eru á fyrirframgreiddum
          launum 1. september.