24. jún. 2013

Nám er vinnandi vegur

  • Nam-er-vinnandi

Nám er vinnandi vegur er samstarfsverkefni fyrri ríkisstjórnar við aðila vinnumarkaðarins um átak á sviði vinnumarkaðsaðgerða og eflingu menntunar í samræmi við tillögur samráðshóps um vinnumarkaðsmál. Vinnumálastofnun sá um framkvæmd verkefnisins gagnvart atvinnuleitendum.

Fyrstu aðgerðir í átakinu voru tvíþættar:

  • Að tryggja öllum sem eftir því leituðu, og fullnægðu inntökuskilyrðum, námstækifæri í framhaldsskólum haustið 2011, þ.m.t. þeim sem höfðu lokið raunfærnimati.
  • Að skapa námstækifæri fyrir allt að 1.000 atvinnuleitendur haustið 2011 í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og í framhaldsfræðslu.

Atvinnuleitendur fengu greiddar atvinnuleysisbætur fyrstu önnina og var skilyrði fyrir þátttöku að þeir hefðu verið atvinnulausir í 6 mánuði eða lengur þegar átakið hófst. Af þeim 960 sem hófu nám reyndust um 800 í námi í janúar 2012 og voru því afskráðir af atvinnuleysisskrá sem er 83% þeirra sem hófu nám. Brotthvarfið var breytilegt eftir skólastigum.


Brotthvarf atvinnuleitenda úr námi á grundvelli Nám er vinnandi vegur

Nam_er_vinnandi_vegur

Haustið 2012 stóð atvinnuleitendum til boða að stunda nám á atvinnuleysisbótum í eina önn í frumgreinadeildum og á starfsnámsbrautum framhaldsskóla og voru 400 pláss í boði. Um 150 einstaklingar nýttu sér þetta tilboð. Í framhaldi af þessari önn gátu þeir sem ekki voru í lánshæfu námi sótt um námsstyrki í allt að 3 annir. Í dag er heildarfjöldi þeirra sem fá slíka námsstyrki 79.