27. mar. 2013

Landshlutafundir kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Í apríl og maí munu sérfræðingar kjarasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga halda fundi með sveitarstjórnarmönnum og embættismönnum sveitarfélaga í öllum landshlutum. Tilgangur fundanna er að leita eftir sjónarmiðum þeirra varðandi framkvæmd kjarasamninga og áherslum í komandi kjaraviðræðum. Niðurstöðurnar mun kjarasviðið nýta við undirbúning samningastefnu stjórnar sambandsins.

Þátttakendur á fundunum eru beðnir um að skrá sig hér á vef sambandsins.

 

Dagskrá:

10:30 - 12:00 Fundur með launafulltrúum.

Fundurinn er einkum ætlaður launafulltrúum sveitarfélaga.

13:00 - 14:30 Undirbúningur kjarastefnu og kjaraviðræðna 2014.

Fundurinn er einkum ætlaður sveitarstjórnarmönnum, bæjarstjórum,  framkvæmdastjórum, fjármálastjórum,  starfsmannastjórum og mannauðsstjórum sveitarfélaga.

14:30 - 16:00 Kjarasamningur og starfsumhverfi grunnskólakennara.

Fundurinn er einkum ætlaður sveitarstjórnarmönnum,fræðslu- stjórum, skólastjórum,  bæjarstjórum, framkvæmdastjórum, fjármálastjórum,  starfsmannastjórum og mannauðsstjórum sveitarfélaga


Fyrstu landshlutafundirnir verða sem hér segir:4. apríl Reykjanesbær.

Eldey, Grænásbraut 506

5. apríl Selfoss

Austurvegi 56, 3. hæð.

9. apríl
Borgarnes
Launafulltrúafundur – Ráðhús Borgarbyggðar, Borgarbraut 14
Fundir eftir hádegi – Hjálmaklettur
22. apríl
Egilsstaðir
Hótel Hérað, Miðvangi 5-7
23. apríl
Akureyri
Hótel KEA, Hafnarstræti 87-89
24. apríl
Blönduós
Eyvindarstofa, Norðurlandsvegi 4
dags. óákv.
Ísafjörður
dags. óákv.
Höfuðborgarsvæðið

 
Skráning á fundina