21. des. 2011

Ný lagaákvæði um viðbótarlífeyrissparnað

  • percentage-calculator

Tilkynning til launagreiðenda starfsmanna sveitarfélaga og stofnanna þeirra vegna nýrra lagaákvæða um viðbótarlífeyrissparnað

Alþingi samþykkti nú fyrir jólahlé að breyta tekjuskattslögum á þann veg að heimild til frádráttar iðgjalda í viðbótarlífeyrissparnað frá tekjuskattsstofni verði 2% í stað 4% næstu þrjú ár, þ.e. frá byrjun janúar 2012 til ársloka 2014. Lagasetningin kallar ekki á að breyta þurfi núgildandi samningum um viðbótarlífeyrissparnað, heldur ber launagreiðanda að tryggja að frjálst framlag launafólks í viðbótarlífeyrissparnað verði ekki umfram 2% af iðgjaldastofni. Launagreiðendur verða því að annast það verk að lækka sparnað launþegans niður í 2% af launum.

Mikilvægt er að launagreiðendur fylgi þessu eftir því ef sparnaður launþega fer upp fyrir 2% á tímabilinu janúar 2012 til árloka 2014 er fjárhæðin tvískattlögð. Iðgjald sem er umfram 2% er ekki frádráttarbært frá skattstofni og greiddur er tekjuskattur við út borgun á lífeyrisgreiðslum. Samkvæmt þessu hefur val um sparnaðarform verið takmarkað þar sem viðbótarlífeyrissparnaður umfram 2% er ekki hagkvæmur á umræddu tímabili. Því má segja að forsenda fyrir sparnaði umfram 2% á tímabilinu sé brostin. Skattalöggjöfin gerir það ekki fýsilegt að spara með þessum hætti umfram 2% af launum á árunum 2012-2015.

Í 30. gr. nýsamþykktra laga frá Alþingi segir m.a.:

Þeir sem annast iðgjaldaskil samkvæmt samningum um viðbótartryggingarvernd og séreignarsparnað á tímabilinu 2012-2014 skulu þrátt fyrir ákvæði umræddra samninga draga að hámarki 2% af iðgjaldsstofni rétthafa nema hann óski sérstaklega eftir því að hlutfall iðgjalds verði hærra.