30. sep. 2015

Mannauðsstjórar í nýjum hlutverkum eftir hrunið

Mannauðsstjórnun er kennd til MS-prófs í Háskóla Íslands. Námið snertir alla helstu grundvallarþætti í rekstri stofnana og fyrirtækja og áhersla er lögð á að sameina hagnýtar og fræðilegar áherslur og dýpka þannig skilning nemenda á stjórnun mannauðs.

 

 

Mannauðsstjórar eru starfandi sem yfirmenn starfsmannahalds í flestum stærstu sveitarfélögum landsins. Fram kom í erindi Berglindar Guðrúnar Bergþórsdóttur á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga að fáir sinni mannauðsmálum í mörgum sveitarfélögum en miklar kröfur séu gerðar til þeirra fáu sem sinni málaflokknum.

 

 

Eftir efnahagshrunið varð tímabundin breyting á högum mannauðsstjóra sveitarfélaganna. Þeir fengu ný hlutverk í ljósi breyttra aðstæðna, þegar farið var í aðgerðir til að draga úr rekstrarkostnaði og bregðast við gjörbreyttum ytri aðstæðum.

 

 

  • Mannauðsstjórar urðu að bregða sér í hlutverk sálusorgara, sinna velferð starfsfólks og vera í forystu í breytingaferli í rekstrinum.
  • Færri voru ráðnir, þjálfa þurfti starfsfólk og veita stjórnendum ráð.
  • Mannauðsstjórar urðu að ganga í störf sem höfðu ekki verið á þeirra sviði áður, til dæmis að gerast yfirmenn í öðrum deildum, sjá um sölu eigna og fleira.
  • Mannauðsmálin sjálf mættu afgangi á meðan versta hryðja hrunsins gekk yfir.


Öll erindi og upptökur frá fjármálaráðstefnunni eru aðgengilegar hér á vef sambandsins.